Left Halda áfram að versla
Þín pöntun

Þú hefur engar vörur í körfunni þinni

Promotion
Read more

Face Halo – Gjafabox

10.595 kr

Vörulýsing

Face Halo gjafasett sem inniheldur 3 Face Halo Original – Face Halo Body og 4 Face Halo x. Settið er að andvirði 13.585kr.

Face Halo Original

Byltingarkenndur farðahreinsir.

Face Halo er byltingarkenndur farðahreinsir sem notar örtrefja til að hreinsa farða af aðeins með vatni. Face Halo er eiturefnalaus og margnota og kemur í stað 500 einnota farða/blautklúta.

Til að fjarlægja farða og/eða þrífa andlitið þarf ekki að nudda Face Halo fast. Örtreflarnir eru 100x minni en mannshár og fara því auðveldlega ofan í húðholur og djúphreinsar húðina. Þar sem engin efni koma til sögu þá hentar Face Halo allir húð – einnig vandamálahúð og ofnæmispésum.

Face Halo tekur af allan farða, meira að segja vatnsheldan – aðeins með vatni! En Face Halo má einnig nota með farðahreinsi fyrir þá sem kjósa það og getur því komið í stað einnota bómullarhnoðra. Einnig er hann æðislegur til að þrífa af maska.

3 saman í pakka svo að þú átt alltaf til hreinan Face Halo.

Þegar það er kominn tími til að endurnýja Face Halo þá tökum við á móti þeim hreinum og þurrum og endurvinnum.

Cruellty Free og Vegan – samþykkt af Peta.

Face Halo Body

Face Halo Body skrúbbar og þrífur húðina svo hún verður slétt og geislandi.

Hanskinn er tvíhliða ⚪️⚫️ og bæði er hægt að þurrbursta húðina eða skrúbba hana blauta í sturtunni með ljósu skrúbb hliðinni. Svarta örtrefja hliðin hreinsar svo djúpt ofan í húðholurnar svo húðin verður slétt og mjúk.

Face Halo Body er fullkominn til þess að skúbba húðina áður en sjálfbrúnka er borin á til að fá jafna áferð og náttúrulegan ljóma.

Face Halo er eiturefna laus og endurnotanlegur, cruelty free og vegan.

Face Halo X

4 Face Halo X og þvottapoki til að þrífa þá í.

Face Halo X er nákvæmur farðahreinsir sem þú getur notað í stað eyrnapinna og bómullarhnoðra til þess að laga förðunina ef eitthvað fer út fyrir. Face Halo X er búinn til úr prjónuðum fíbrum sem henta einstaklega vel á viðkvæmu svæðin á andlitinu.

Face Halo X er minni og nákvæmari en Original og Pro og er fullkominn til þess að laga förðun á svæðum svo sem augnlínunni án þess að eyðileggja restina af förðuninni.

Face Halo X er eiturefnalaus, margnota og endist allt að 200 þvotta í þvottavélinni. Hentar öllum húðtegundum meira að segja viðkvæmri húð.