Left Halda áfram að versla
Þín pöntun

Þú hefur engar vörur í körfunni þinni

Promotion
Read more

Face Halo – Active Skin Set + Þvottapoki

4.895 kr

Við höfum klárað lager fyrir þessa vöru.


Face Halo Active er fullkominn til að fjarlægja förðunar- og húðvörur á ferðinni og er frábær á baðherbergið og í ræktar-og snyrtitöskuna.

Hugsaðu um húðina og jörðina okkar og segðu nei við einnota þurrkum og húðvörum.

Allt sem þú þarft fyrir húðhreinsunina – hentar öllum húðtýpum, handhægur hvar og hvenær sem er – bættu bara við vatni og fjarlægðu, hreinsaðu og skrúbbaðu eins og vindurinn.

Face Halo Active er eiturefnalaus, með hlutlaust PH-gildi og má þvo allt að 200 sinnum í þvottavél. Face

Face Halo Active hjálpar til við að viðhalda sléttri, mjúkri og geislandi húð án þess að þurfa sterk efni.

Notkunarleiðbeiningar

Skref 1: Notið dökkbláa REMOVER PAD hreinsipúðann til þess að fjarlægja farða og losa óhreinindi úr svitaholunum. Bleytið hann með vatni og strjúkið yfir húðina með hringlaga hreyfingum.

Skref 2: Notið hvíta CLEANSER PAD hreinsipúðann til að ná enn dýpra inn í húðina til að tvíhreinsa húðina. Bleytið hann með vatni og strjúkið mjúklega yfir húðina með hringlaga hreyfingum. Þennan púða er einnig hægt að nota með öðrum hreinsivörum.

Skref 3: Skrúbbið húðina mjúklega með EXFOLIATOR PAD hreinsipúðanum. Bleytið með vatni og nuddið mjög mjúklega yfir húðina.

Skref 4: Til að ná sem bestum árangri, handþvoið púðana eftir hverja notkun með sápu og vatni. Þvottapokinn er svo frábært til að þvo alla púðana í einu í þvottavélinni.

Þvottapokinn er einnig frábær til að geyma alla hreinsipúðana á sama stað – og tilvalin í ferðalög til að viðhalda góðu skipulagi – og í líkamsræktartöskuna.